Við getum verið hvað sem er og hver sem er Ásta Eir Árnadóttir skrifar 4. júlí 2019 08:00 Sigmundur vissi fljótt hvað hann vildi gera í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigmundur Páll Freysteinsson er 23 ára gamall Vesturbæingur sem nýlega lauk BA-gráðu í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Sigmundur, ásamt skólasystkinum sínum, sýndi útskriftarverk sín á vel sóttri tískusýningu í Hörpu í vor. „Áhugi minn á tísku byrjaði stuttu eftir að ég fór í framhaldsskóla en það varð fljótt að mínu helsta áhugamáli og það hefur bara stigmagnast síðan þá,“ segir Sigmundur. Þegar áhuginn fór að aukast og fatahönnun orðin að ástríðu þá vissi hann nákvæmlega hvað næsta skref væri. „Það lá nokkuð beint við að fara í fatahönnun fyrst að helsta áhugamálið mitt var hönnun og tíska en eftir að ég byrjaði að feta mín fyrstu skref í fatahönnun varð ekki aftur snúið.“Karlmennskan er að breytast Mikil undirbúningsvinna fór í útskriftarlínuna hans þar sem margar pælingar liggja á bak við hverja flík. „Hugmyndafræðin á bak við línuna mína snýst um sjálfsmyndina og það sem mótar okkur. Við lifum á tímum þar sem sjálfsmynd ungra manna er að breytast og við getum verið hvað sem er og hver sem er. Áhrifin koma úr ýmsum áttum og allt hefur áhrif hvað á annað. Í verkefninu er vísað í þekktar fyrirmyndir ungra manna og þær settar í samhengi við nýjar hugmyndir um karlmennskuna í dag,“ útskýrir Sigmundur. Það hefur mikið gengið á í tískuheiminum á síðustu misserum þar sem mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi loftslagsbreytingar og hreinni jörð. „Það er margt mjög spennandi í tískuheiminum í dag en á sama tíma eru mörg vandamál. Iðnaðurinn starfar á of miklum hraða og er löngu orðið tímabært að breyta venjum innan hans. Það er mikil ofneysla í gangi í tískuvarningi og er mikilvægt að neytendur verði meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa. Það er mikilvægt að vera upplýstur og styðja ekki hraðtískurisa sem nýta sér ódýrt og mengandi framleiðsluferli. Mín ráð eru að kaupa bara frá hönnuðum sem þú treystir og veist hvaðan fötin koma.“Hugmyndin á bak við línuna hans Sigmundar snýst um sjálfsmynd.Hugurinn leitar erlendis Síðan Sigmundur útskrifaðist hefur hann verið að grúska í alls konar verkefnum. „Það sem er fram undan hjá mér er að vinna í sjálfstæðum verkefnum en næstu skref eru að fara erlendis í starfsnám til að fá dýpri innsýn í iðnaðinn. Ég myndi þá helst vilja fara til Parísar eða London en þar finnst mér vera spennandi vettvangur fyrir unga hönnuði. Það er mikilvægt að fara út á einhverjum tímapunkti til að öðlast starfsreynslu og fá tilfinningu fyrir því hvernig er að vinna á alþjóðlegum grundvelli. Í kjölfarið stefni ég á framhaldsnám í fatahönnun,“ segir Sigmundur. Framtíðarplön Sigmundar eru nokkuð skýr. „Draumastarfið er að halda áfram að vinna að skapandi verkefnum, það er það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“Sigmundur segir að áhrifin komi úr ýmsum áttum.MYND/SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIRMeiri gæði, færri flíkur Sigmundur hefur lengi verið að fylgjast með tískuheiminum og helstu tískustraumum. Hann passar upp á það að eiga flíkur sem hafa gott notagildi. „Minn persónulegi stíll er mjög mínímalískur. Mér finnst skipta öllu að eiga færri og vel valdar flíkur heldur en að eiga allt of mikið sem týnist í fataskápnum, þar af leiðandi nota ég allt sem er í skápnum mínum.“ Hann á nokkrar gæðaflíkur sem hann heldur mikið upp á. „Frakki frá Yohji Yamamoto og skór frá Carol Christian Poell eru tvennt sem ég gæti ekki verið án. Mér þykir það vera lykilatriði að eiga góða yfirhöfn og góða skó.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Sigmundur Páll Freysteinsson er 23 ára gamall Vesturbæingur sem nýlega lauk BA-gráðu í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Sigmundur, ásamt skólasystkinum sínum, sýndi útskriftarverk sín á vel sóttri tískusýningu í Hörpu í vor. „Áhugi minn á tísku byrjaði stuttu eftir að ég fór í framhaldsskóla en það varð fljótt að mínu helsta áhugamáli og það hefur bara stigmagnast síðan þá,“ segir Sigmundur. Þegar áhuginn fór að aukast og fatahönnun orðin að ástríðu þá vissi hann nákvæmlega hvað næsta skref væri. „Það lá nokkuð beint við að fara í fatahönnun fyrst að helsta áhugamálið mitt var hönnun og tíska en eftir að ég byrjaði að feta mín fyrstu skref í fatahönnun varð ekki aftur snúið.“Karlmennskan er að breytast Mikil undirbúningsvinna fór í útskriftarlínuna hans þar sem margar pælingar liggja á bak við hverja flík. „Hugmyndafræðin á bak við línuna mína snýst um sjálfsmyndina og það sem mótar okkur. Við lifum á tímum þar sem sjálfsmynd ungra manna er að breytast og við getum verið hvað sem er og hver sem er. Áhrifin koma úr ýmsum áttum og allt hefur áhrif hvað á annað. Í verkefninu er vísað í þekktar fyrirmyndir ungra manna og þær settar í samhengi við nýjar hugmyndir um karlmennskuna í dag,“ útskýrir Sigmundur. Það hefur mikið gengið á í tískuheiminum á síðustu misserum þar sem mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi loftslagsbreytingar og hreinni jörð. „Það er margt mjög spennandi í tískuheiminum í dag en á sama tíma eru mörg vandamál. Iðnaðurinn starfar á of miklum hraða og er löngu orðið tímabært að breyta venjum innan hans. Það er mikil ofneysla í gangi í tískuvarningi og er mikilvægt að neytendur verði meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa. Það er mikilvægt að vera upplýstur og styðja ekki hraðtískurisa sem nýta sér ódýrt og mengandi framleiðsluferli. Mín ráð eru að kaupa bara frá hönnuðum sem þú treystir og veist hvaðan fötin koma.“Hugmyndin á bak við línuna hans Sigmundar snýst um sjálfsmynd.Hugurinn leitar erlendis Síðan Sigmundur útskrifaðist hefur hann verið að grúska í alls konar verkefnum. „Það sem er fram undan hjá mér er að vinna í sjálfstæðum verkefnum en næstu skref eru að fara erlendis í starfsnám til að fá dýpri innsýn í iðnaðinn. Ég myndi þá helst vilja fara til Parísar eða London en þar finnst mér vera spennandi vettvangur fyrir unga hönnuði. Það er mikilvægt að fara út á einhverjum tímapunkti til að öðlast starfsreynslu og fá tilfinningu fyrir því hvernig er að vinna á alþjóðlegum grundvelli. Í kjölfarið stefni ég á framhaldsnám í fatahönnun,“ segir Sigmundur. Framtíðarplön Sigmundar eru nokkuð skýr. „Draumastarfið er að halda áfram að vinna að skapandi verkefnum, það er það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“Sigmundur segir að áhrifin komi úr ýmsum áttum.MYND/SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIRMeiri gæði, færri flíkur Sigmundur hefur lengi verið að fylgjast með tískuheiminum og helstu tískustraumum. Hann passar upp á það að eiga flíkur sem hafa gott notagildi. „Minn persónulegi stíll er mjög mínímalískur. Mér finnst skipta öllu að eiga færri og vel valdar flíkur heldur en að eiga allt of mikið sem týnist í fataskápnum, þar af leiðandi nota ég allt sem er í skápnum mínum.“ Hann á nokkrar gæðaflíkur sem hann heldur mikið upp á. „Frakki frá Yohji Yamamoto og skór frá Carol Christian Poell eru tvennt sem ég gæti ekki verið án. Mér þykir það vera lykilatriði að eiga góða yfirhöfn og góða skó.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira