Kraftaverkið í Bern er 65 ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 16:30 Fritz Walter, fyrirliði Vestur-Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn. Getty/ Ferdi Hartung Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira