Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 16:43 Frá vegagerð um Njarðvík í síðustu viku en víkin er milli Vatnsskarðs og Borgarfjarðar. Vísir/Vilhelm. Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira
Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15
Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30