Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 19:30 Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42