Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 19:30 Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42