Fjölmenn mótmæli í miðborginni Gígja Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 4. júlí 2019 19:11 Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent