Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 15:23 Vísa á Zainab Safari úr landi ásamt fjölskyldu en lögmaður fjölskyldunnar hefur nú í þriðja sinn sent endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála vegna þeirrar ákvörðunar. Vísir/Arnar Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira