Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2019 07:30 Breskir sjóliðar við kyrrsetningu Grace 1. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira