Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2019 08:00 Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. "Það geta verið tré, runnar og blóm.“ Fréttablaðið/Vilhelm „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira