Íslenski boltinn

Þróttur skoraði sjö gegn Magna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjálfarateymi Þróttar.
Þjálfarateymi Þróttar. vísir/getty
Þróttur gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Magna í Inkasso-deild karla í dag. Þróttur vann 7-0 sigur er liðin mættust í Laugardalnum.

Fyrsta markið kom á 26. mínútu er Sindri Scheving skoraði og mínútu síðar var staðan orðinn 2-0 er Hollendingurinn Jasper Van Der Heyden skoraði.

Á 35. mínútu var Jasper aftur á ferðinni og mínútu fyrir hlé skoraði Árni Þór Jakobsson fjórða mark Þróttar. 4-0 í hálfleik.

Daði Bergsson, Rafael Victor og hinn ungi og efnilegi Baldur Hannes Stefánsson bættu við einu marki hver í síðari hálfleik og lokatölur 7-0 sigur Þróttara.

Þróttur er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig. Fjögur stig eru upp í fjórða sætið, svo jöfn er deildin.

Magnamenn eru í bullandi vandræðum. Þeir hafa fengið á sig 30 mörk í 10 leikjum og eru á botninum með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×