Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24
Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43