Erlent

Maltverjar tóku við flóttafólki með fyrirvörum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hælisleitendurnir um borð í bát maltnesku strandgæslunnar.
Hælisleitendurnir um borð í bát maltnesku strandgæslunnar. Epa/DOMENIC AQUILINA
Yfirvöld á Möltu hafa heimilað 65 hælisleitendum, sem var bjargað á hafi úti fyrir Líbíuströndum, að koma í landi í eyjunni eftir að strandgæsla Möltu hafði tekið fólkið úr björgunarskipi.

Skipstjóri björgunarskipsins hafði sent út neyðarkall í ljósi þess að flóttafólkið var orðið afar illa á sig komið. Eftir samræður við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað Joseph Muscat, forsætisráðherra ríkisins, að hleypa fólkinu í land en með þeim fyrirvara að fólkið verði allt sent til annara Evrópulanda innan tíðar.

Á dögunum komu tvö samskonar björgunarskip til hafnar á Ítalíu í trássi við vilja yfirvalda en Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítala, hefur tekið harða afstöðu gegn komu flóttamanna.

Hann gagnrýnir björgunarskipin sem nú eru stödd á Miðjarðarhafinu harðlega og segir að þau leiði aðeins til þess að fleiri leggi í þá hættuför að komast yfir hafið til Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×