Stefanía Daney setti fjögur Íslandsmet á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 16:30 Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíðu Stefaníu Daney Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira