Óvenju fáir geitungar í ár Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 17:41 Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana. VÍSIR/VILHELM Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar. Dýr Lúsmý Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar.
Dýr Lúsmý Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira