Ólafur: Brandur gerir alltof lítið af þessu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 22:07 Ólafur vill sjá FH-inga byggja ofan á frammistöðuna og úrslitin í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira