Verðlaun streymdu til íslensku dansaranna Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Luis Lucas Antónió Cabambe og Brynjar Dagur Albertsson hlutu gullverðlaun í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mynd/Brynja Pétursdóttir „Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira