Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 13:20 Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II Vísir/SKH Landlæknir telur ljóst að níu af þeim tíu börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi smitast á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir tíu dögum til þremur vikum síðan. Tíunda barnið er talið hafa smitast af systkini sínu. Þetta kemur heim og saman við samtöl Vísis við foreldra fjögurra barnanna. „Rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin finnst einnig í hægðasýni frá kálfum á staðnum. Ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin en frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standa enn yfir,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun gripu til viðeigandi ráðstafana þann 4. júlí síðastliðinn í góðri samvinnu við staðarhaldara til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bakteríunnar.“ Sölvi Arnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Efsta-Dal, var upptekinn á fundi þegar fréttastofa heyrði í honum en ætlaði að svara spurningum að fundi loknum.Eini sameiginlegi áfangastaðurinn Vísir hefur í morgun rætt við foreldra fjögurra barna sem öll hafa greinst með sýkingu af völdum E.coli bakteríunnar. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa ferðast um Bláskógabyggð á síðustu vikum og veiktist það fyrsta annan í hvítasunnu, 10. júní síðastliðinn. Öll hafa þau að sama skapi þurft að leggjast inn á Landspítalann, í lengri eða skemmri tíma.Greiður aðgangur er að húsdýrum á Efstadal.Vísir/SKHÍ og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Má þar meðal annars nefna veitingaskálann Þrastalund, jarðböðin við Laugarvatn og dýragarðinn Slakka. Af samtölum við foreldra barna fjögurra að dæma eiga ferðalög þeirra einn áfangastað sameiginlegan: Efstadal II.Á Efstadal er margvíslegur rekstur. Þar má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Foreldrarnir segja að börn sín hafi borðað ís og klappað kálfum á Efstadal, en hvorki gist þar né neytt annars matar. Því beinist grunur þeirra helst að ísnum og húsdýrunum, aðspurð um mögulega smitvalda. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fulltrúar sóttvarnalæknis og Matvælastofnunar heimsótt Efstadal, rétt eins og aðra staði í Bláskógabyggð, reglulega á síðustu vikum. Tekin hafa verið sýni úr matnum sem seldur er á staðnum sem ekki hafi gefið tilefni til róttækra aðgerða. Þannig eru bæði veitingahúsið og ísbúðin ennþá opin. Hins vegar hefur aðgangur verið takmarkaður að húsdýrum.Litið mjög alvarlegum augum Landlæknir hvetur einstaklinga sem heimsóttu ferðaþjónustuna á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efstadal II þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. „Allir aðilar sem að þessu máli hafa komið vilja ítreka að litið er á þessa sýkingahrinu af völdum E. coli mjög alvarlegum augum og hafa allir lagt sig fram um að upplýsa þetta mál og gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. Þessi atburður gefur einnig tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla og eftir umgengni við dýr, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Landlæknir telur ljóst að níu af þeim tíu börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi smitast á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir tíu dögum til þremur vikum síðan. Tíunda barnið er talið hafa smitast af systkini sínu. Þetta kemur heim og saman við samtöl Vísis við foreldra fjögurra barnanna. „Rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin finnst einnig í hægðasýni frá kálfum á staðnum. Ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin en frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standa enn yfir,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun gripu til viðeigandi ráðstafana þann 4. júlí síðastliðinn í góðri samvinnu við staðarhaldara til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bakteríunnar.“ Sölvi Arnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Efsta-Dal, var upptekinn á fundi þegar fréttastofa heyrði í honum en ætlaði að svara spurningum að fundi loknum.Eini sameiginlegi áfangastaðurinn Vísir hefur í morgun rætt við foreldra fjögurra barna sem öll hafa greinst með sýkingu af völdum E.coli bakteríunnar. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa ferðast um Bláskógabyggð á síðustu vikum og veiktist það fyrsta annan í hvítasunnu, 10. júní síðastliðinn. Öll hafa þau að sama skapi þurft að leggjast inn á Landspítalann, í lengri eða skemmri tíma.Greiður aðgangur er að húsdýrum á Efstadal.Vísir/SKHÍ og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Má þar meðal annars nefna veitingaskálann Þrastalund, jarðböðin við Laugarvatn og dýragarðinn Slakka. Af samtölum við foreldra barna fjögurra að dæma eiga ferðalög þeirra einn áfangastað sameiginlegan: Efstadal II.Á Efstadal er margvíslegur rekstur. Þar má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Foreldrarnir segja að börn sín hafi borðað ís og klappað kálfum á Efstadal, en hvorki gist þar né neytt annars matar. Því beinist grunur þeirra helst að ísnum og húsdýrunum, aðspurð um mögulega smitvalda. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fulltrúar sóttvarnalæknis og Matvælastofnunar heimsótt Efstadal, rétt eins og aðra staði í Bláskógabyggð, reglulega á síðustu vikum. Tekin hafa verið sýni úr matnum sem seldur er á staðnum sem ekki hafi gefið tilefni til róttækra aðgerða. Þannig eru bæði veitingahúsið og ísbúðin ennþá opin. Hins vegar hefur aðgangur verið takmarkaður að húsdýrum.Litið mjög alvarlegum augum Landlæknir hvetur einstaklinga sem heimsóttu ferðaþjónustuna á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efstadal II þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. „Allir aðilar sem að þessu máli hafa komið vilja ítreka að litið er á þessa sýkingahrinu af völdum E. coli mjög alvarlegum augum og hafa allir lagt sig fram um að upplýsa þetta mál og gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. Þessi atburður gefur einnig tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla og eftir umgengni við dýr, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27