Braut á minni máttar og sýndi vinkonu sinni á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:04 Málið var kært fyrir þremur árum en dómur upp kveðinn í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira