Erlent

Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu

Sylvía Hall skrifar
Sigley við komuna til Japan.
Sigley við komuna til Japan. Vísir/getty
Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang.

Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr.

„Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.





Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð.

„Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley.

„Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“


Tengdar fréttir

Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu

Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×