Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 15:04 Sigley við komuna til Japan. Vísir/getty Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59