Innlent

36 sóttu um stöðu upp­lýsinga­full­trúa í sam­göngu­ráðu­neytinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Vísir/Egill
Alls bárust 36 umsóknir um starf upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem auglýst var laust til umsóknar í júní.

Umsóknarfrestur rann út þann 7. júlí síðastliðinn og hefur listi yfir umsækjendur nú verið birtur á vef stjórnarráðsins.

Á meðal umsækjenda eru Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, Sigurður Nordal, hagfræðingur og fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu auk Þórmundar Jónatanssonar sem gegnt hefur starfinu undanfarið.

Listann yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan:

Arna Þórdís Árnadóttir, sérfræðingur

Árdís Sigurðardóttir, verkefnastjóri

Ásta Hlín Magnúsdóttir, blaðamaður

Björn Sigurður Lárusson, verkefnastjóri

Brynjólfur Ólason, miðlunarsérfræðingur

Daði Kristján Vigfússon, stjórnmálafulltrúi

Dóra Magnúsdóttir, verkefnastjóri

Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir, blaðamaður

Guðfinnur Guðjón Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur

Guðmundur Albert Harðarson, ráðgjafi

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari

Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptastjóri

Helga Sigríður Þórarinsdóttir, ferðamálafræðingur

Hildur Jósteinsdóttir, aðstoðardeildarstjóri

Hjalti Sigurjón Andrason, fræðslustjóri

Inga Bryndís Stefánsdóttir, skrifstofustjóri

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri

Jón Kári Hilmarsson, viðskiptafræðingur

Jóna Guðný Káradóttir, ráðgjafi

Kristrún Friðriksdóttir, aðstoðardeildarstjóri

María Björk Lárusdóttir, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur

Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill

Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir, samfélagsmiðlafræðingur

Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður

Sigurður Nordal, hagfræðingur

Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi

Sóley Margrét Rafnsdóttir, MA í alþjóðasamskiptum

Svanhildur Sif Halldórsdóttir, ritstjóri

Tamar Matchavariani, stuðningsfulltrúi

Úlfar Viktorsson, rekstrarverkfræðingur

Þórdís Alda Þórðardóttir, hagfræðingur

Þórdís Anna Gylfadóttir, verkefnastjóri

Þórhildur Heimisdóttir, sjálfstætt starfandi

Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×