Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:53 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00