Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:10 Pedro Hipolito. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann