Íslenska U21 ára landsliðið varð að sætta sig við silfur á æfingamóti í Portúgal eftir tap gegn heimamönnum í lokaleiknum, 31-29.
Strákarnir okkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum er liðin gengu til búningsherbergja, 19-15.
Sóknarleikurinn varð hins vegar stirðari í síðari hálfleiknum og strákarnir fengu á sig sextán mörk í síðari hálfleik, síðasta hálfleik mótsins. Lokatölur því tveggja marka tap, 31-29.
Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum mótsins gegn Japan og Argentínu, fá drengirnir silfur, en gestgjafarnir í Portúgal vinna mótið.
Einar Andri Einarsson er þjálfari liðsins en liðið er að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fer fram á Spáni um miðjan júlí.
Síðasti hálfleikurinn kostaði gullið á æfingamóti í Portúgal
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport



Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn