Fjallkonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Við lifum á tímum þar sem öfgasinnuð öfl sækja stöðugt á með tilheyrandi hræðsluáróðri, útlendingaandúð og kvenfyrirlitningu. Ekki er í boði að gefa eftir í baráttunni við þessi hættulegu öfl sem sækja að opnum lýðræðislegum þjóðfélögum. Þótt þessi öfl hafi ekki náð sterkri fótfestu í íslensku samfélagi þá bæra þau samt á sér og hætta er á að þau breiði úr sér. Hér finnast svo sannarlega einstaklingar sem vilja ekki sjá fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni setjast að á Íslandi. Þetta fólk hatast sérstaklega við múslima og vill jafnvel meina þeim að iðka trú sína hér á landi. Hér eru líka einstaklingar sem vilja svipta konur sjálfsákvörðunarrétti til þungunarrofs, en sá réttur er grunnur að kvenfrelsi. Hér finnast afturhaldshópar sem staðfastlega neita því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og kvarta undan stöðugu væli umhverfisverndarsinna. Baráttan stendur á milli öfgasinnaðra afla og þeirra frjálslyndu. Mikilvægt er að allir sem vilja búa í kærleiksríku samfélagi þar sem jafnrétti og víðsýni eru við völd taki sér stöðu í þessari baráttu gegn öfgaöflunum, en sitji ekki sinnulausir hjá. Einmitt vegna þessa mikilvægis var gleðilegt að heyra fjallkonuna flytja á 17. júní ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem er hylling til fjölmenningarsamfélagsins. Einhverjir eru enn ekki búnir að ná sér eftir þessi ágætu skilaboð fjallkonunnar. Þessir einstaklingar finna sér athvarf á netinu þar sem þeir geta látið óánægju sína og gremju í ljós. Reyndar var viðbúið að hópur fólks myndi telja að blettur hefði fallið á æru fjallkonunnar þegar hún á þessum einstaka hátíðisdegi mælti orðin: „Við skulum fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni?…“ Fjallkonan, sem þessum hópi finnst að eigi að vera hæfilega þjóðrembuleg, hefur breyst í frjálslyndan alþjóðasinna og talar máli samvinnu og víðsýni. Hvað skyldi hún gera næst? Það sem gerði þessi skilaboð Bubba Morthens svo öflug var ekki síst sérlega glæsilegur flutningur leikkonunnar sem var í hlutverki fjallkonunnar. Aldís Amah Hamilton fór með ljóðið af innlifun og hreif fólk með sér – fyrir utan þá sem nú veina sárt á netinu. Þar er kvartað yfir því að leikkonan sé ekki alíslensk en faðir hennar er Bandaríkjamaður af afrískum uppruna, sem einhverjum finnst engan veginn gott. Þusað er um að 17. júní sé dagur Íslendinga en ekki fjölmenningar. Sagt er að þessi þáttur athafnarinnar við Austurvöll hafi verið Jóni Sigurðssyni og þeim sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar til háborinnar skammar. Boðskapur um skilning og samvinnu manna á meðal, hvaðan sem þeir koma, á ekki greiðan aðgang að hjörtum allra Íslendinga. Um múrana sem menn skapa með eigin fordómum og tortryggni segir Bubbi í ljóðinu: „rammgerðastir eru þeir sem/reistir eru í höfðum manna“. Hvað er þá til ráða? Svar Bubba er: „Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu.“ Já, það dugar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öfgasinnuð öfl sækja stöðugt á með tilheyrandi hræðsluáróðri, útlendingaandúð og kvenfyrirlitningu. Ekki er í boði að gefa eftir í baráttunni við þessi hættulegu öfl sem sækja að opnum lýðræðislegum þjóðfélögum. Þótt þessi öfl hafi ekki náð sterkri fótfestu í íslensku samfélagi þá bæra þau samt á sér og hætta er á að þau breiði úr sér. Hér finnast svo sannarlega einstaklingar sem vilja ekki sjá fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni setjast að á Íslandi. Þetta fólk hatast sérstaklega við múslima og vill jafnvel meina þeim að iðka trú sína hér á landi. Hér eru líka einstaklingar sem vilja svipta konur sjálfsákvörðunarrétti til þungunarrofs, en sá réttur er grunnur að kvenfrelsi. Hér finnast afturhaldshópar sem staðfastlega neita því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og kvarta undan stöðugu væli umhverfisverndarsinna. Baráttan stendur á milli öfgasinnaðra afla og þeirra frjálslyndu. Mikilvægt er að allir sem vilja búa í kærleiksríku samfélagi þar sem jafnrétti og víðsýni eru við völd taki sér stöðu í þessari baráttu gegn öfgaöflunum, en sitji ekki sinnulausir hjá. Einmitt vegna þessa mikilvægis var gleðilegt að heyra fjallkonuna flytja á 17. júní ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem er hylling til fjölmenningarsamfélagsins. Einhverjir eru enn ekki búnir að ná sér eftir þessi ágætu skilaboð fjallkonunnar. Þessir einstaklingar finna sér athvarf á netinu þar sem þeir geta látið óánægju sína og gremju í ljós. Reyndar var viðbúið að hópur fólks myndi telja að blettur hefði fallið á æru fjallkonunnar þegar hún á þessum einstaka hátíðisdegi mælti orðin: „Við skulum fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni?…“ Fjallkonan, sem þessum hópi finnst að eigi að vera hæfilega þjóðrembuleg, hefur breyst í frjálslyndan alþjóðasinna og talar máli samvinnu og víðsýni. Hvað skyldi hún gera næst? Það sem gerði þessi skilaboð Bubba Morthens svo öflug var ekki síst sérlega glæsilegur flutningur leikkonunnar sem var í hlutverki fjallkonunnar. Aldís Amah Hamilton fór með ljóðið af innlifun og hreif fólk með sér – fyrir utan þá sem nú veina sárt á netinu. Þar er kvartað yfir því að leikkonan sé ekki alíslensk en faðir hennar er Bandaríkjamaður af afrískum uppruna, sem einhverjum finnst engan veginn gott. Þusað er um að 17. júní sé dagur Íslendinga en ekki fjölmenningar. Sagt er að þessi þáttur athafnarinnar við Austurvöll hafi verið Jóni Sigurðssyni og þeim sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar til háborinnar skammar. Boðskapur um skilning og samvinnu manna á meðal, hvaðan sem þeir koma, á ekki greiðan aðgang að hjörtum allra Íslendinga. Um múrana sem menn skapa með eigin fordómum og tortryggni segir Bubbi í ljóðinu: „rammgerðastir eru þeir sem/reistir eru í höfðum manna“. Hvað er þá til ráða? Svar Bubba er: „Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu.“ Já, það dugar!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun