Horfa ekki út fyrir landsteinana þrátt fyrir lítinn árangur í þjálfaraleit Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:20 Patrekur Jóhannesson kvaddi Selfyssinga með Íslandsmeistaratitli vísir/getty Íslandsmeisturum Selfoss gengur illa að finna arftaka Patreks Jóhannessonar, en enn er ekkert að frétta í þjálfaraleit félagsins. Patrekur Jóhannesson yfirgaf Selfoss í lok tímabilsins til þess að taka við danska liðinu Skjern. Selfoss var búið að semja við Hannes Jón Jónsson en hann fékk tilboð frá þýska félaginu Bietigheim sem hann samþykkti með leyfi Selfyssinga. Í samtali við Vísi í dag sagði Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar, að ekkert væri að frétta í þessum málum. Áður hafði Þórir sagt að „stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina,“ og mátti lesa úr þeim orðum að erfiðlega gengi að sannfæra menn á höfuðborgarsvæðinu að taka við starfinu. Þrátt fyrir að lítið hafi gengið eru Selfyssingar ekki farnir að horfa erlendis. „Á þessum tíma höfum við skoðað ýmislegt og velt mörgu fyrir okkur, en það væri nú svolítið skrítið þegar Íslendingar eru þjálfarar bestu liða í nágrenni við okkur og topp landsliða ef við þurfum svo að fara að sækja erlendis eftir þjálfara,“ sagði Þórir í dag. „Við erum ekkert farnir að örvænta.“ Þrátt fyrir að enn séu mánuðir til stefnu fer þó að styttast í annan endann á tímanum sem Selfyssingar hafa því þeir munu hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kringum mánaðarmótin ágúst-september. Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslandsmeisturum Selfoss gengur illa að finna arftaka Patreks Jóhannessonar, en enn er ekkert að frétta í þjálfaraleit félagsins. Patrekur Jóhannesson yfirgaf Selfoss í lok tímabilsins til þess að taka við danska liðinu Skjern. Selfoss var búið að semja við Hannes Jón Jónsson en hann fékk tilboð frá þýska félaginu Bietigheim sem hann samþykkti með leyfi Selfyssinga. Í samtali við Vísi í dag sagði Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar, að ekkert væri að frétta í þessum málum. Áður hafði Þórir sagt að „stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina,“ og mátti lesa úr þeim orðum að erfiðlega gengi að sannfæra menn á höfuðborgarsvæðinu að taka við starfinu. Þrátt fyrir að lítið hafi gengið eru Selfyssingar ekki farnir að horfa erlendis. „Á þessum tíma höfum við skoðað ýmislegt og velt mörgu fyrir okkur, en það væri nú svolítið skrítið þegar Íslendingar eru þjálfarar bestu liða í nágrenni við okkur og topp landsliða ef við þurfum svo að fara að sækja erlendis eftir þjálfara,“ sagði Þórir í dag. „Við erum ekkert farnir að örvænta.“ Þrátt fyrir að enn séu mánuðir til stefnu fer þó að styttast í annan endann á tímanum sem Selfyssingar hafa því þeir munu hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kringum mánaðarmótin ágúst-september.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Formaður Selfoss: Stundum virkar Hellisheiðin löng í aðra áttina Íslandsmeistarar Selfoss eru enn þjálfaralausir. 12. júní 2019 14:30