Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2019 19:00 Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31