Eigum alls ekki að drekka ískalt vatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 21:59 Vatnið sem þessi sýpur er vonandi ekki of kalt. Vísir/Getty Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira