Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:34 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseti Kína, á fundi sínum í Pyongyang. epa/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans. Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans.
Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19