Í innslaginu býður hann söngkonunni upp á kokteila sem margir hverjir hafa einhverja tengingu í frægustu lög söngkonunnar. Þá fóru þau í skemmtilegan drykkjuleik þar sem Rihanna átti að giska hvar og hvenær hún hafði klæðst ákveðnum fötum út frá myndum af sjálfri sér.
Þá uppljóstraði söngkonan meðal annars upp um þann draum að verða flugmaður. Eftir að hafa spurt Meyers hvað hún ætti að gera ef hún væri ekki söngkona svaraði hann því að hún ætti að vera flugmaður.
„Mig langaði alltaf að verða flugmaður, ég fattaði það þegar einkunnirnar mínar voru glataðar,“ sagði Rihanna hlæjandi.
Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.