Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 14:34 Mikið hefur verið rætt um hættu á gróðureldum í Skorradal, en þar eru um 600 sumarbústaðir. Vísir/Bjarni Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því. Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því.
Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54