Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2019 16:04 Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, frá Bjarkarlundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur að velja Teigsskógarleiðina. Sjá hér: Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg. Þar með er hin umdeilda veglína um Teigsskóg komin í lögformlegt athugasemdaferli, sem er forsenda þess að skipulagsbreytingin verði staðfest og að sveitarfélagið geti gefið út framkvæmdaleyfi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn tveggja mánaða frestur til að gera athugasemdir, til sunnudagsins 25. ágúst.Teigsskógarleiðin gerir ráð fyrir að veglínan liggi þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og að Þorskafjörður verði jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin.Í auglýsingu Reykhólahrepps segir að nýja veglínan fylgi fyrri línu í megindráttum en víða á leiðinni séu nokkur frávik. Þá feli breytingin í sér að nýjar námur, vegna vegagerðar, eru færðar inn á skipulag og fullfrágengnar námur, sem hætt er að nota, eru felldar út. Nálgast má tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu, ásamt umhverfisskýrslu, á heimasíðu Reykhólahrepps. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri kvaðst í samtali við Stöð 2 í janúar vonast til að hugsanlegum kærumálum yrði lokið fyrir áramót. Hún vonaðist jafnframt til að geta boðið verkið út í lok ársins og geta hafið framkvæmdir á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, frá Bjarkarlundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur að velja Teigsskógarleiðina. Sjá hér: Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg. Þar með er hin umdeilda veglína um Teigsskóg komin í lögformlegt athugasemdaferli, sem er forsenda þess að skipulagsbreytingin verði staðfest og að sveitarfélagið geti gefið út framkvæmdaleyfi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn tveggja mánaða frestur til að gera athugasemdir, til sunnudagsins 25. ágúst.Teigsskógarleiðin gerir ráð fyrir að veglínan liggi þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og að Þorskafjörður verði jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin.Í auglýsingu Reykhólahrepps segir að nýja veglínan fylgi fyrri línu í megindráttum en víða á leiðinni séu nokkur frávik. Þá feli breytingin í sér að nýjar námur, vegna vegagerðar, eru færðar inn á skipulag og fullfrágengnar námur, sem hætt er að nota, eru felldar út. Nálgast má tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu, ásamt umhverfisskýrslu, á heimasíðu Reykhólahrepps. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri kvaðst í samtali við Stöð 2 í janúar vonast til að hugsanlegum kærumálum yrði lokið fyrir áramót. Hún vonaðist jafnframt til að geta boðið verkið út í lok ársins og geta hafið framkvæmdir á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15