Viðskipti innlent

FME rannsakar brottrekstur VR

Helgi Vífill Júlíusson og Ari Brynjólfsson skrifar
Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME.
Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME. Vísir/ÞÞ
Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

„Við munum vanda til verka við að rannsaka hvernig málið er vaxið og hvort farið hafi verið að lögum, til að mynda hvort það séu rétt kjörnir stjórnarmenn sem taki ákvarðanir. Það er mikilvægt einkum þegar um er að ræða ríka almannahagsmuni eins og rekstur lífeyrissjóðs,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Hún segir að þeir sem tilnefni í stjórnir eigi ekki að segja stjórnarmönnum fyrir verkum.

„Stjórnarmenn eru sjálfstæðir í vinnubrögðum. Þeir eiga einungis að starfa eftir eigin samvisku og þeim lögum sem eru í gildi,“ segir hún.

Unnur vekur athygli á að breytingar á stjórn þurfi að fara eftir formlega réttum leiðum. Í því samhengi þarf að skoða og túlka gildandi samþykktir lífeyrissjóðsins.

„Stjórnarmenn eiga almennt rétt á að sitja í stjórn séu þeir kosnir með löglegum hætti á aðalfundi,“ segir hún.

Því verður að gera ráð fyrir að ákveði stjórnarmaður að víkja úr sæti taki varamaður, sem þegar hefur verið kosinn á aðalfundi, sæti hans.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×