Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis Sighvatur Jónsson skrifar 22. júní 2019 23:00 Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira