Fá rafmagnið úr bæjarlæknum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2019 20:06 Hjónin í Fagradal, Ragnhildur Jónsdóttir og Jónas Erlendsson, eru með rafstöð sem fær orku úr bæjarlæknum. stöð 2 Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas. Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas.
Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira