Trúrækni í sumum arabalöndum fer minnkandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 12:19 Trúleysi er algengast á meðal yngra fólks í arabaheiminum. Vísir/Getty Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg. Trúmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Íbúum í ellefu arabalöndum sem segjast ekki vera trúaðir hefur fjölgað um fimm prósentustig undanfarin fimm til sex ár. Að meðaltali lýsa 13% íbúa þar sér sem ótrúuðum og er fjölgunin mest á meðal fólks sem er yngra en þrítugt. Þetta er á meðal niðurstaðan umfangsmikillar könnunar sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið BBC síðla árs í fyrra og fram á vor á þessu ári. Hún var gerð í Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Marokkó, Palestínu, Súdan, Túnis og Jemen. Hæsta hlutfall þeirra sem segjast ekki vera trúaðir er í Túnis þar sem um það bil þriðjungur lýsti sér þannig. Í Líbíu sagðist meira en einn af hverjum fimm ótrúaður. Af fólki undir þrítugu sögðust 18% ekki trúrækin. Jemen var eina landið þar sem þeim fækkaði sem sagðist ekki aðhyllast trúarbrögð frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013. Þá urðu litlar breytingar á fjölda trúlausra í Líbanon, Palestínu og Írak.Fleiri telja heiðursmorð ásættanleg en samkynhneigð Þegar spurt var um réttindi kvenna sagðist meirihluti svarenda í löndunum hlynntur því að kona yrði forsætisráðherra eða forseti. Aðeins í Alsír var meirihluti mótfallinn því að kona gæti verið æðsti stjórnmálaleiðtogi landsins. Afstaða íbúa landanna til kvenna á heimilinu var íhaldssamari. Þannig taldi meirihluti að karlmaðurinn ætti alltaf að hafa lokaorðið um ákvarðanir sem vörðuðu fjölskylduna, einnig á meðal kvenna. Marokkó var eina landið þar sem meirihluti var ekki fyrir þeirri skoðun. Fordómar gegn samkynhneigðum er útbreidd í löndunum. Þannig töldu víða fleiri að svonefnd „heiðursmorð“ væru ásættanleg en samkynhneigð. Morð á ættingja, yfirleitt konu, fyrir að sverta heiður fjölskyldunnar hafa verið nefnd heiðursmorð. Mest umburðarlyndi fyrir samkynhneigð reyndist í Alsír þar sem rétt rúmur fjórðungur taldi hana ásættanlega. Það var þó prósentustigi færri en töldu heiðursmorð ásættanleg. Í Líbanon og í Palestínu töldu aðeins 5-6% svarenda að samkynhneigð væri ásættanleg.
Trúmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira