Dæmdur fyrir að grípa um „flott“ brjóst konu á sjómannadaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 14:32 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/pjetur Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira