Pútín framlengir bann við innflutningi á evrópskum matvælum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 15:26 Pútín Rússlandsforseti svaraði refsiaðgerðum vegna Krímskaga með því að leggja innflutningsbann á evrópsk matvæli. Vísir/EPA Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember. Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember.
Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira