Sumarfríið stytt vegna lúsmýs Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:28 Bústaðurinn sem fjölskyldan gisti í var í nágrenni Laugarvatns. Samsett/Erling/AME Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook
Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53