Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:45 Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira