Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:45 Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira