Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 20:30 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira