Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 17:58 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53