Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2019 23:17 Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. Viðbrögð við skýrslunni voru misjöfn. „Hún kjarnar spurningar og viðfangsefni inn í framtíðina í breyttu umhverfi, nú er verið að afnema einkarétt um næstu áramót og það er mikilvægt að við verjum verðmætin í Íslandspósti. Það hefði mátt gera ráðstafanir, fjárfestingaráætlun greinilega brást,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að reynt hafi verið að leyna Alþingi upplýsingum. „Það voru fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar innan Íslandspósts sem að óskuðu eftir því að Alþingi yrði ekki upplýst um ákveðin atriði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Willum Þór telur þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þessar upplýsingar eru tölulegar upplýsingar sem mögulega, fyrir þá samkeppnishluta markaðarins, geta haft einhver áhrif, allavega var það beiðni Íslandspósts að þær yrðu ekki birtar.“ Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir mörgu enn ósvarað. „Það er mjög margt í þessu sem á eftir að komast til botns í, hvaða lausnir eru í boði og hvar ábyrgðin liggur,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Miklar skipulagsbreytingar hafa verið tilkynntar hjá Íslandspósti. „Það eru verkefni póstþjónustunnar líka að vera leiðandi í rafrænum lausnum í stafrænum heimi,“ segir Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Íslandspósts. Alþingi Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. Viðbrögð við skýrslunni voru misjöfn. „Hún kjarnar spurningar og viðfangsefni inn í framtíðina í breyttu umhverfi, nú er verið að afnema einkarétt um næstu áramót og það er mikilvægt að við verjum verðmætin í Íslandspósti. Það hefði mátt gera ráðstafanir, fjárfestingaráætlun greinilega brást,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að reynt hafi verið að leyna Alþingi upplýsingum. „Það voru fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar innan Íslandspósts sem að óskuðu eftir því að Alþingi yrði ekki upplýst um ákveðin atriði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Willum Þór telur þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þessar upplýsingar eru tölulegar upplýsingar sem mögulega, fyrir þá samkeppnishluta markaðarins, geta haft einhver áhrif, allavega var það beiðni Íslandspósts að þær yrðu ekki birtar.“ Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir mörgu enn ósvarað. „Það er mjög margt í þessu sem á eftir að komast til botns í, hvaða lausnir eru í boði og hvar ábyrgðin liggur,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Miklar skipulagsbreytingar hafa verið tilkynntar hjá Íslandspósti. „Það eru verkefni póstþjónustunnar líka að vera leiðandi í rafrænum lausnum í stafrænum heimi,“ segir Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Íslandspósts.
Alþingi Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54