Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2019 00:05 Frá Cook-eyjum í Kyrrahafi Getty/James D. Morgan Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands. Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands.
Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira