Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital. Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira