Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 11:14 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33