Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 11:14 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33