Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 11:14 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Lögregla gengur þannig ekki lengur út frá því að Anne Elisabeth hafi verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið verið sett á svið. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í Lillestrøm í dag. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni sagði að ekki sé hægt að útiloka alveg að um mannrán sé að ræða. Ýmislegt bendi þó til þess að mannránið hafi verið sett á svið af meintum morðingja eða morðingjum þannig að lögregla ætti erfiðara með að hafa hendur í hári þeirra. „Við efumst um að þetta sé mannrán, frekar hafi verið leitast við að skapa grun um að þannig hafi verið í pottinn búið,“ sagði Brøske. Því hafi verið horfið frá hinni upphaflegu tilgátu um að Anne Elisabeth hafi verið rænt. Viðsnúningurinn sé m.a. byggður á því hversu langur tími hafi liðið frá því að Anne Elisabeth hvarf af heimili sínu í lok október í fyrra. Þá hafi ekki fundist lífsmark með Anne Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafi heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði.Einnig sé litið til þess að ræningjarnir, sem kröfðust milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero, hafi notast við óheppilegan samskiptamáta og sýnt af sér merkilega litla viðleitni til að fá peninginn greiddan. Brøske sagði nær ekkert benda til þess að Anne Elisabeth væri enn á lífi. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjir væru grunaðir um aðild að málinu. Ekkert hefur spurst til Anne Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en óþekktir aðilar, sem gengið var út frá að hefðu rænt henni, kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Áður hefur verið fjallað um vísbendingar þess efnis að hið meinta mannrán hafi verið þaulskipulagt. Þannig fundust ummerki um að Anne Elisabeth hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf.Einnig settu hinir meintu mannræningjar sig í samband við fjölskyldu Anne Elisabeth í janúar síðastliðnum og þá hafa verið uppi kenningar um að glæpagengi frá Balkanskaga bæru ábyrgð á hvarfi hennar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15 Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. 1. mars 2019 23:15
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33