Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júní 2019 07:00 Þeir Mnuchin, Trump og Pence hafa staðið saman gegn Kínverjum í tollastríðinu. Nordicphotos/AFP Útlit er fyrir að tollastríði Bandaríkjanna og Kína ljúki brátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu funda saman á G20-fundinum sem fer fram í Japan um helgina og gæti sá fundur skipt sköpum. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist bjartsýnn í viðtali við CNBC í gær. „Við erum komin svona níutíu prósent áleiðis og ég held það sé vel hægt að klára þetta.“ Ráðherrann er vongóður um að fundurinn lukkist vel. „Við vonumst eftir þeim skilaboðum að Kína vilji koma aftur að borðinu af því að ég held það væri til bóta fyrir bæði kínverskt og bandarískt hagkerfi að koma á jafnvægi í verslun og þannig halda áfram að byggja upp gott samband,“ sagði Mnuchin enn fremur. Ekki liggur fyrir hvað stendur eftir í viðræðum. Það er að segja hver þessi tíu prósent eru. Viðræðum var slitið í maí. Að því er kom fram í South China Morning Post sakaði Trump-stjórnin Kínverja um að hætta við að samþykkja lykilatriði á borð við aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Kínverjar saka Bandaríkin aftur á móti um að breyta kröfum sínum í sífellu. Wilbur Ross viðskiptamálaráðherra hefur áður sagt að í mesta lagi leiði fundur Xi og Trumps um helgina til þess að viðræður hefjist á ný. Tekur sum sé ekki jafndjúpt í árinni og Mnuchin. Liu He, varaforsætisráðherra Kína og samningamaður Kínverja, ræddi við Mnuchin í síma á mánudag. Þar sammæltust þeir um að hefja viðræður á ný. Trump og Xi áttu sams konar símtal í síðustu viku þar sem þeir sögðu báðir mikilvægt að halda áfram að ræða saman. Gao Feng, upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytis Kína, varaði við áframhaldandi tollastríði fyrir helgi. „Það vinnur enginn tollastríð. Ef Bandaríkjamenn eru staðráðnir í að ráðast í einhliða aðgerðir gegn Kína mun það hafa alvarleg áhrif á þeirra eigin hagkerfi og hagsæld þjóðarinnar,“ hafði CCTV eftir Gao. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Forstjóri Boeing hefur áhyggjur af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni. 15. júlí 2018 23:05 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Kína svarar með nýjum tollum Kínverjar tilkynntu í gær um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði sextíu milljarðar dala. Á mánudaginn höfðu Bandaríkjamenn lagt nýja tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarðar dala og var því um gagnaðgerðir að ræða í tollastríði ríkjanna tveggja 19. september 2018 08:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útlit er fyrir að tollastríði Bandaríkjanna og Kína ljúki brátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu funda saman á G20-fundinum sem fer fram í Japan um helgina og gæti sá fundur skipt sköpum. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist bjartsýnn í viðtali við CNBC í gær. „Við erum komin svona níutíu prósent áleiðis og ég held það sé vel hægt að klára þetta.“ Ráðherrann er vongóður um að fundurinn lukkist vel. „Við vonumst eftir þeim skilaboðum að Kína vilji koma aftur að borðinu af því að ég held það væri til bóta fyrir bæði kínverskt og bandarískt hagkerfi að koma á jafnvægi í verslun og þannig halda áfram að byggja upp gott samband,“ sagði Mnuchin enn fremur. Ekki liggur fyrir hvað stendur eftir í viðræðum. Það er að segja hver þessi tíu prósent eru. Viðræðum var slitið í maí. Að því er kom fram í South China Morning Post sakaði Trump-stjórnin Kínverja um að hætta við að samþykkja lykilatriði á borð við aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Kínverjar saka Bandaríkin aftur á móti um að breyta kröfum sínum í sífellu. Wilbur Ross viðskiptamálaráðherra hefur áður sagt að í mesta lagi leiði fundur Xi og Trumps um helgina til þess að viðræður hefjist á ný. Tekur sum sé ekki jafndjúpt í árinni og Mnuchin. Liu He, varaforsætisráðherra Kína og samningamaður Kínverja, ræddi við Mnuchin í síma á mánudag. Þar sammæltust þeir um að hefja viðræður á ný. Trump og Xi áttu sams konar símtal í síðustu viku þar sem þeir sögðu báðir mikilvægt að halda áfram að ræða saman. Gao Feng, upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytis Kína, varaði við áframhaldandi tollastríði fyrir helgi. „Það vinnur enginn tollastríð. Ef Bandaríkjamenn eru staðráðnir í að ráðast í einhliða aðgerðir gegn Kína mun það hafa alvarleg áhrif á þeirra eigin hagkerfi og hagsæld þjóðarinnar,“ hafði CCTV eftir Gao.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Forstjóri Boeing hefur áhyggjur af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni. 15. júlí 2018 23:05 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Kína svarar með nýjum tollum Kínverjar tilkynntu í gær um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði sextíu milljarðar dala. Á mánudaginn höfðu Bandaríkjamenn lagt nýja tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarðar dala og var því um gagnaðgerðir að ræða í tollastríði ríkjanna tveggja 19. september 2018 08:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri Boeing hefur áhyggjur af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni. 15. júlí 2018 23:05
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44
Kína svarar með nýjum tollum Kínverjar tilkynntu í gær um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði sextíu milljarðar dala. Á mánudaginn höfðu Bandaríkjamenn lagt nýja tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarðar dala og var því um gagnaðgerðir að ræða í tollastríði ríkjanna tveggja 19. september 2018 08:00