Viðskipti innlent

Tíu þúsund atvinnulausir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni.
Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán
Samkvæmt árstíðaleiðréttingum tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 10.000 í maí, eða 4,7%. Það er 1,5 prósentustigi hærra en í apríl. Fyrir sama tímabil lækkaði leiðrétt hlutfall starfandi fólks um tvö og hálft prósentustig, eða í 77,2% fyrir maí 2019.

Árstíðaleiðréttar tölur vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar benda til að fjöldi fólks á vinnumarkaði hafi verið 209.900 í maí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,1%, sem er 1,3 prósentustigi lægra hlutfall en í apríl.

Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku standa í stað. Hlutfall starfandi lækkaði lítillega eða um 0,5 prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig.

Atvinnulausir í maí 2019 voru um 6.500 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.200 eða 3,0% af vinnuaflinu. Alls voru 44.900 utan vinnumarkaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018.

Nánar á vef Hagstofunnar.


Tengdar fréttir

Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins, segir að þetta sé enn ein vísbending um að verulega sé að hægja á hagkerfinu. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki og krónan sterk í sögulegu ljósi.

Mesta atvinnuleysi í fimm ár

Hátt í sjö þúsund manns voru atvinnulaus í apríl, þar af á sjöunda hundrað sem áður störfuðu hjá Wow air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×